25.10.2007 | 14:47
Stuttur dagur í dag :D
Hææ.
Fyrstu tímarnir þrír voru: 2. stundir Mathe/Stærðfræði og svo 1. Deutsch/Þýska :S. Hinir voru: NaWi/náttúrufræði og... Geschichte/Saga og svo ,,hálfur" Geographie/Landafræði. Það var vegna þess að....sko, það átti hvort er að vera stuttur dagur í dag en mamma var að fara að kaupa bíl og var svo góð að koma að sækja mig . Frau Belka (kennarinn minn) var reyndar ekkert sérstaklega ánægð að ég væri að ég væri að skrópa svona úr tíma, en......
En Megó er alla að vega komin með síðu , og ég komin með hana sem vin (auðvitað ;)) hún er annars ekkert búin að blogga né setja myndir.....heyrðu það minnir mig á það að ég ætla að láta myndir inná núna,... ef ég hef tíma, mamma og pabbi eru að versla þannig að ég þarf ábbiggilega að fara að læra
. Það er reyndar dálítið mikið að læra svo að ég ætti að fara að drýfa í þessu.
Hmm...það er svo gott að vera með svona síðu. Með blog.central þurfti maður alltaf að vesenast ekkert smá mikið með allt aðalega myndirnar og ef einhver ættlar að Commenta eða skrifa í gestabók þurfti maður alltaf að gera ekkert smá mikil aukaatriði .
En jáá.... Þegar að við 3. fórum að kaupa bíl (sem var gg gaman) Gerði ég ótal hluti, ég var svo feigin að mamma sótti mig . Allra fyrst feingum við okkur að borða, einhvern svaka góðan mat Mmmm....Og síðan fóru mamma og pabbi að tala við einhverja menn í 2. STUNDIR eða eitthvað !
. En ég reddaði mér sko allveg !. Ég fór upp og niður rúllustiga, skoðaði bíla og fór í endalausar lyftuferðir, ALEIN !. Það er þó betra en að vera í skólanum
.
Kv. Lara Sæta í Berlin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.