18.11.2007 | 16:43
Bara velgengni :D!
Verð að láta ykkur vita að það gekk sko bara vel með partýið! Fyrst var ótrúlega erfitt að stjórna hópnum, en það jafnaðist smám saman . (Það voru allir bara spenntir!)
Þegar að partýið var búið fékk Charlotte að lokum að gista , váá, fyrst Moana og síðan Lotti!
Við gerðum ekkert smá skemmtilega hluti t.d.: Það er parað (ég var með Jonasi) og ég átti að vera með lokuð augun, og með varalit í höndunum svo á maður að reyna að varalita "partnerinn sinn" (Jonas), mér gekk ekkert sérlega vel, það fór útum allt . En síðan kom að því að strákar ættu að mála stelpurnar, Raphi málaði mig og það gekk heldur ekkert sérlega vel...
. Ég og Line fórum inná bað og reyndum að ná þessu af, í fyrstu sinnin gekk það ekki en síðan kom þetta!
Búin að vera ábiggilega í 3-4 klukkutíma að læra fyrir próf..., sem er á morgun. Eftir bíóið sem að við erum að fara í.
Er núna að fara í Robo Jam með Ninu og Þór.
Bæbæ - Kv. Lara
Athugasemdir
hæ Lara þú verður að láta mömmu þína staðfesta mig sem bloggvin!
En hvernig hefur þú það?? Ég hef það allavega fínt en hann Stefán ( bekkjarbróðir)
hann var að bjóða öllum bekknum í afmælið sitt á miðvikudaginn ég veit ekki hvort
að ég ætla það er á KFC en á fimmtudaginn erum við að fara að sýna
Kardemommubæinn og þá ætlum ég og Megó að gista því að daginn eftir förum
við til þín ;D þannig að þetta verður frábær vika
p.s. á þriðjudaginn fórum við bekkurinn í perluna út af klappveslunni :P
Íris Gunnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.