18.12.2007 | 20:38
Þriðjudagar eru erfiðir dagar :P!
Afsakið að ég var dálítið löt að blogga...
En ekki meira um það!
Í dag var þriðjudagur og það eru mjög erfiðir dagar. Um morguninn þurftum við að bíða pínu eftir Frau Honnen og Herr Herz. Þegar að þau komu þá löbbuðum við í kirkjuna, sem að næstum allur bekkurinn fór í.
Síðan voru eitthvað 10 mínútur Naturwissenschaft (náttúrufræði) sem að var bara ágætt . Þar næst var bara nesti, og svo Musik (tónmennt) . Á eftir þessu öllu kom sport, ég labbaði bara með Moana
. Við vorum í prófi í sport og ég fékk 8!!! Sem er reyndar gg gott! Eða sko í Berlin erum við með þetta kerfi eitthvað aðeins öðruvísi. Mamma kom að sækja mig af því að við vorum að fara til Söru. Ég var ógó þreytt, ógó kallt og ógó illt í fótnum
. Ég og mamma vorum dáldið klikkó
... Sko við vorum báðar ótrúlega þreyttar
, og mamma lagði bara í stæði og við báðar sofnuðum. Fólkið sem að labbaði framhjá var ábiggilega ógeðslega hissa að sjá 2. klikkaðar mæðgur sofandi hérna á miðri götu!! Við fórum tvær síðan að borða eitthvað pínu í bakaríinu og þar næst keyrði hún mig til Söru. Við vorum bara eitthvað að spila, drekka sprite og borða muffins
. Dedó kom að sækja og lentum í ótrúlegri traffík. Við áttum eiginlega að fara á einhverja jólaskemmtun hjá Þórsaranum en við vorum orðin allt of sein! Mættum samt og þau voru byrjuð að borða hlaðborða-veitingarnar. Ég og mambó fórum svo bara heim og byrjuðum að læra fyrir morgundaginn.
Heyrðu, ég og Vivian eigum að syngja íslenskt lag á jólaskemmtuninni í skólanum, og við erum ekki ennþá búnar að æfa það
Lara
P.s. Stelpur, erum við hættar með snúllurnar??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.